top of page
142715445_756957061884761_81689865446300

Gunnar Ásgrímsson

Framboð: 5. sæti

Fæðingarár: 2000

Búseta: Sauðárkróki

Ég er tvítugur háskólanemi sem alinn er upp á Sauðárkróki og á þar heima með foreldrum mínum, þeim Ásgrími Sigurbjörns og Guðrúnu Sighvats (eða bara Ása og Gurru eins og þau eru betur þekkt). Ásamt því að eiga heima á Króknum bý ég í Reykjavík þegar námið krefst þess en ég er á öðru ári í kennaranámi við Háskóla Íslands.

Ég hef verið virkur innan flokksins síðan 2018, byrjaði í varastjórn Sambands ungra Framsóknarmanna og sem formaður Félags ungra í Skagafirði. Er núna ritari SUF og hef umsjón með innra starfi sambandsins.

Þau málefni sem ég brenn fyrir eru meðal annars byggðamál, menntamál, og jafnréttismál.

  • Mikilvægt er að landið allt sé í byggð og þarf virkilega að lyfta Grettistaki í þeim málum. Ekki er bara mikilvægt að halda þéttbýli á landsbyggðinni í byggð, heldur líka dreifbýli. Það er bara gert með því að tryggja góðar samgöngur og að nýliðun eigi sér stað í bændastéttinni.

  • Auka þarf verulega fjarnámsmöguleika í Háskólum landsins. Með auknu fjarnámi er hægt að tryggja að sem flestir hafi greiða leið að góðu námi óháð því hvar á landinu það býr.

  • Ísland hefur lengi verið í fremstu röð þegar kemur að jafnréttismálum. Við þurfum að vinna enn betur að því að tryggja jafnrétti kynjanna. Einnig megum við ekki sofna á verðinum þegar kemur að málefnum hinsegins fólks, en þar ætti Ísland að vera leiðandi líkt og þegar kemur að jafnrétti kynjanna.


Ástæðan fyrir því að ég byrjaði í stjórnmálum er sú að mér fannst óréttlæti í því að þeir sem fæðast seinna á árinu fá ekki að taka þátt í kosningum jafnt jafnöldrum sínum sem fæðast snemma á árinu. Ég hef skrifað grein, samið ályktun, og unnið að tveimur umsögnum sem SUF hefur sent frá sér til samráðsgáttar. Núna í janúar fékk ég svo það tækifæri að koma fyrir Stjórnskipunnar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að útskýra nánar þessa hugmynd.


Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti eða í gegnum samfélagsmiðla:

Netfang: gunnarasgrimsson@gmail.com
Facebook: https://www.facebook.com/gunnar.asgrimsson
Instagram: @gunnarasgrims

bottom of page